Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 12:23 Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnarsamstarfið standa traustum fótum hingað til sem hér eftir. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. „Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira