Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 08:10 Swift er fyrst til að ná inn á listann vegna tekna af tónlist og engu öðru. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf