Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 08:10 Swift er fyrst til að ná inn á listann vegna tekna af tónlist og engu öðru. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira