Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun