Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir forsendur nýrra samninga væru að gengið verði frá næstu skrefum í samræmingu launa á opinbera og almenna vinnumarkaðnum og lagfæringar gerðar á vaktafyrirkomulagi. Launakröfur rúmist innan þess sem samið var um á almenna markaðnum.
Vonandi liggi samningar fyrir áður en Seðlabankinn tekur næst ákvörðun um vexti hinn 8. maí næst komandi. En margir urðu fyrir vonbrigðum þegar hann hélt vöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum við síðustu ákvörðun.
Samningar um tuttugu og fjögur þúsund félagasmanna BSRB og um átján þúsund félagsmanna BHM við ríki og sveitarfélög losnuðu um nýliðin mánaðamót.