Leikmennirnir fengu alls konar spurningar og svörin oft á tíðum áhugaverð.
Þar kemur meðal annars fram að flestir telja að Gylfi Þór Sigurðsson verði besti leikmaður deildarinnar og einnig að Gylfi er sá leikmaður sem leikmenn vildu hafa í sínu liði. Leikmenn spá því líka að Valsarinn Patrick Pedersen verði markahæsti leikmaður deildarinnar.
Leikmenn spá því svo að KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson verði fyrsti leikmaður deildarinnar til þess að verða seldur í atvinnumennsku í sumar.
Í könnuninni kemur einnig fram að leikmönnum finnst skemmtilegast að heimsækja Kaplakrika en Kópavogsvöllur kemur þar á eftir. Leikmönnum finnst aftur á móti erfiðast að sækja Víkingsvöllinn heim. Kópavogsvöllur er þar líka í öðru sæti.
Ein af ástæðunum fyrir því að leikmönnum finnst erfiðast að sækja Víkingsvöllinn heim er sú staðreynd að þeim finnst Víkingarnir vera grófasta lið deildarinnar.
Flottasta treyja deildarinnar fyrir utan eigið lið er svo treyja FH.