Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 10:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira