Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 06:18 Sjö starfsmenn World Central Kitchen eru sagðir hafa látist í árás Ísraelsmanna í gær. AP/Abdel Kareem Hana Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira