„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 20:01 Bogi segir að skemmdirnar séu dýrar viðgerðar. Vísir/Steingrímur Dúi Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira