Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 11:06 Lóa Bára segir Origo vilja varðveita íslenska tungu og hvetur fólk til að hafa samband hafi það tillögur að nýyrðum. Samsett Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. „Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“ Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
„Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira