Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. mars 2024 21:27 Benedikt Björgvinsson, sextána ára Stjörnumaður, vakti athygli á auglýsingu Origo á samfélagsmiðlinum X. Andri Snær sagði ábendinguna góða og að fyrirtækið hlyti að taka hana til sín. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar. Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar.
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira