Sport

Dag­skráin í dag: Ítalski og þýski boltinn á­berandi

Siggeir Ævarsson skrifar
Olivier Giroud freistar þess að bæta á markareikninginn sinn í dag en hann er kominn með tólf mörk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar
Olivier Giroud freistar þess að bæta á markareikninginn sinn í dag en hann er kominn með tólf mörk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar Getty/Stefano Guidi

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og þá sérstaklega í ítalska og þýska boltanum.

Stöð 2 Sport 2

Við rúllum af stað klukkan 11:20 með viðureign Napoli og Atalanta í Seríu A. Svo er það hver leikurinn á fætur öðrum í ítalska. Klukkan 13:50 hefst viðureign Genoa og Frosinone og þar strax á eftir, klukkan 16:50, er það leikur Lazio og Juventus.

Við lokum deginum á Stöð 2 Sport 2 svo með leik Pelicans og Celtics í NBA og hefst útsendingin klukkan 21:00.

Stöð 2 Sport 3

Á Stöð 2 Sport 3 er svo stórleikur dagsins. Klukkan 19:35 mætast Fiorentina og AC Milan en AC Milan er sennilega eina liðið sem á einhvern möguleika á að ná nágrönnum sínum í Inter sem eru með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Stöð 2 Sport 4

Á Stöð 2 Sport 4 er Ford Championship mótið á LPGA mótaröðinni á dagskrá og hefst útsendingin klukkan 22:00.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport rásinni eru þýskar boltaíþróttir allsráðandi. Klukkan 11:55 hefst útsending frá leik Wolfsburg og Essen í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 14:20 er það svo leikur Bayer Leverkusen og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bundesliga, og svo klukkan 17:20 mætast Bayern München og Dortmund. 

Við ljúkum svo þýskum bolta með viðureign Flensburg og Hannover í þýska handboltanum klukkan 19:30.

Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Acalanche - Predators í NHL deildinni og hefst útsending frá henni klukkan 22:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×