Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu: Algeng, alvarleg og langvarandi fráhvörf frá þunglyndislyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 18:31 Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar kallar eftir vitundarvakningu um hver áhrif fráhvarfa frá þunglyndislyfjum geta verið. Vísir/Ívar Næstum allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár. Vanlíðan var meiri en fyrir töku lyfjanna hjá mörgum þeirra sem tóku þátt. Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu um áhrif slíkra lyfja Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava. Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana.
„Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“
Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira