Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu: Algeng, alvarleg og langvarandi fráhvörf frá þunglyndislyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 18:31 Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar kallar eftir vitundarvakningu um hver áhrif fráhvarfa frá þunglyndislyfjum geta verið. Vísir/Ívar Næstum allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár. Vanlíðan var meiri en fyrir töku lyfjanna hjá mörgum þeirra sem tóku þátt. Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu um áhrif slíkra lyfja Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava. Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana.
„Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“
Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent