Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 23:24 Þetta er ekki Haut-Vernet heldur annað þopr í frönsku Ölpunum. Getty Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira