Arna er fædd árið 2002 og leikur í stöðu miðvarðar. Hún er uppalin hjá Val og Víking en var á láni hjá FH á síðustu leiktíð. Nú skiptir hún alfarið yfir í Hafnafjörðinn.
FH var nýliði í Bestu deild kvenna á síðustu leiktíð og gerði vel. Liðið stefnir á að gera enn betur í ár. Liðið hefur leik á Sauðárkrók þann 21. apríl þegar Besta deild kvenna hefst.
Arna á að baki tvo A-landsleiki, þann fyrri gegn Eistlandi árið 2022 og þann síðari gegn Austurríki á síðasta ári.
Arna Eiríksdóttir er mætt aftur og nú verður hún um kyrrt næstu þrjú árin
— FHingar (@fhingar) March 28, 2024
Velkomin Arna! #ViðErumFH pic.twitter.com/gjMpfpLHrp
Einnig tilkynnti FH að Vigdís Edda Friðriksdóttir hefði framlengt samning sinn í Hafnafirði um eitt ár. Hún hefur einnig leikið með Tindastól, Breiðabliki og Þór/KA.