„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 14:36 Gosi segist hafa beðið Katrínu afsökunar vegna málsins. Vilhelm/Aðsend Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór. Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór.
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16