Subway deildin
Haukar og Álftanes mætast í fyrsta leik dagsins sem sýndur er beint klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport.
Leikur Hattar og Tindstóls hefst klukkustund síðar, klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport Subway deildin.
Leikur Stjörnunnar og Grindavíkur er þá klukkutíma eftir það, klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 5.
Á hefðbundnari tíma, klukkan 19:15 eru tveir leikir. Hamar mætir Þór Þorlákshöfn, sem sýnt verður frá á Stöð 2 Subway deildin, og Valur tekur á móti Breiðabliki í leik á Stöð 2 Sport Subway deildin 2.
Baráttan um Reykjanesbæ verður háð er Keflavík og Njarðvík eigast við klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.
Allir leikirnir verða gerðir upp af Herði Unnsteinssyni og félögum í Tilþrifunum klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport, strax að grannaslagnum loknum.
Golf, píla og íshokkí
Bestu píluspilarar heimsins eiga sviðið í Úrvalsdeildinni í pílu sem sýnt verður frá klukkan 18:55 á Vodafone Sport.
Keppni hefst á Ford Championship á LPGA mótaröðinni í dag en bein útsending frá því er klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 5.
Deginum er þá lokað á hokkíi í NHL-deildinni með leik Maple Leafs gegn Capitals klukkan 23:05 á Vodafone Sport.