„Bjóst ekki við að þetta myndi enda svona“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 07:00 Jesus trúði vart niðurstöðu ítalska knattspyrnusambandsins. Pier Marco Tacca/Getty Images Brasilíumaðurinn Juan Jesus er æfur út í knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu fyrir að refsa ekki Francesco Acerbi, leikmanni Inter, fyrir meint kynþáttaníð í hans garð. Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024 Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira