Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson er gestur í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira