Taíland skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 08:30 Frá Pride-göngu í Bangkok. AP Photo/Sakchai Lalit Taíland tók stórt skref í gær þegar neðri deild þingsins þar í landi samþykkti ný lög, sem heimila samkynja hjónabönd. Efri deild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og samþykki konungsins. Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum. Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum.
Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
„Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11