Stjórnmálin koma okkur öllum við Arnar Freyr Sigurðsson skrifar 26. mars 2024 16:00 Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar