Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:54 Michael O'Leary forstjóri Ryanair segir Keflavíkurflugvöll allt of dýran. Getty/Horacio Villalobos Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“ Fréttir af flugi Írland Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“
Fréttir af flugi Írland Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira