Southgate talar um krísu á meðan Walker gæti spilað næsta leik Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 22:30 Gareth Southgate er á leið á sitt fjórða stórmót sem þjálfari Englands. Hann vonast til að leikmenn verði búnir að jafna sig af meiðslum áður en EM 2024 hefst. Richard Sellers/Getty Images Gareth Southgate segist aldrei hafa lent í annarri eins meiðslakrísu og enska karlalandsliðið í knattspyrnu glímir nú við. Á sama tíma kom fram að Kyle Walker ætti að vera klár í stórleik Manchester City og Arsenal um næstu helgi. England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira