Fjandinn laus þegar málshættina vantar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 21:26 Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Aðsend Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum. Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón. Páskar Sælgæti Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón.
Páskar Sælgæti Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira