Brast í grát á blaðamannafundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 19:30 Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig. EPA-EFE/Kiko Huesca Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni. Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira