Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2024 14:57 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira