Grímulaus sérhagsmunagæsla Andrés Magnússon skrifar 25. mars 2024 10:30 Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Alþingi Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun