Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:41 Baldur Þórhallsson forsetarambjóðandi skýrði betur afstöðu sína til málskotsréttar forseta í færslu á Facebook í dag. Aðsend Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent