Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:41 Baldur Þórhallsson forsetarambjóðandi skýrði betur afstöðu sína til málskotsréttar forseta í færslu á Facebook í dag. Aðsend Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10