„Þegar eftirlitsmenn komu fundu þeir fjóra aðila í íbúðinni. Staðfest var að þeir væru allir látnir,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Brit Fyksen, yfirlögregluþjóni lögreglunnar í Midtre Hallingdal.
Lögreglan segir ekkert benda til þess að fleiri eigi aðild að málinu.
„Það er ekki tímabært að segja neitt um hvernig hinir látnu tengjast þar sem ekki hefur formlega verið borið kennsl á þá,“ segir Brit.
Hún segir að manneskjurnar fjórar séu með skráð heimilisfang þar sem þær fundust og að aðstandendum hafi verið gert viðvart.