„Eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. mars 2024 17:59 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag en heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og Blikar fengu auðveld mörk á silfurfati. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira