Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 14:25 Atvikið kom upp á Sóltúni Heilsusetri við Sólvangsveg í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. Samkvæmt heimildum Vísis fór nítján ára gamall áhrifavaldur inn á Sóltún Heilsusetur síðustu helgi og hugðist taka TikTok-myndband þar. Áhrifavaldurinn er þekktur fyrir að birta grínsketsa og viðtöl tekin upp á opinberum vettvangi á samfélagsmiðilinn, þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur. Í myndbandinu hafi hann sagt að vegna þess hve mörg like hann hefði fengið „þyrfti“ hann að kyssa konu sem var meðal skjólstæðinga. Hann hafi síðan gert atlögu að því. Með öllu óheimilt Í yfirlýsingu frá Höllu Thoroddsen forstjóra Sóltúns segir að síðustu helgi hafi áhrifavaldur mætt á Sóltún Heilsusetur og ætlað að taka upp stutt myndskeið með einum skjólstæðinganna. Mikilvægt sé að gera greinarmun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og Sóltúni Heilsusetri. Sóltún Heilsusetur er skammendurhæfingarmiðstöð fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu á Sólvangi í Hafnarfirði. Þeir sem sækja sér þá þjónustu dvelja þar í fjórar til sex vikur. Hún segir atvikið litið alvarlegum augum hjá stjórnendum heilsusetursins og sé með öllu óheimilt. „Þegar stjórnendur fréttu af myndbandinu var haft samband við viðkomandi áhrifavald og krafist þess að myndbandið yrði fjarlægt af miðlinum og við því var orðið. Aðstandendur voru upplýstir um stöðuna, viðkomandi bað hluteigandi afsökunar, verkferlar áréttaðir og málinu lokið,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Eldri borgarar Hjúkrunarheimili TikTok Hafnarfjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis fór nítján ára gamall áhrifavaldur inn á Sóltún Heilsusetur síðustu helgi og hugðist taka TikTok-myndband þar. Áhrifavaldurinn er þekktur fyrir að birta grínsketsa og viðtöl tekin upp á opinberum vettvangi á samfélagsmiðilinn, þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur. Í myndbandinu hafi hann sagt að vegna þess hve mörg like hann hefði fengið „þyrfti“ hann að kyssa konu sem var meðal skjólstæðinga. Hann hafi síðan gert atlögu að því. Með öllu óheimilt Í yfirlýsingu frá Höllu Thoroddsen forstjóra Sóltúns segir að síðustu helgi hafi áhrifavaldur mætt á Sóltún Heilsusetur og ætlað að taka upp stutt myndskeið með einum skjólstæðinganna. Mikilvægt sé að gera greinarmun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og Sóltúni Heilsusetri. Sóltún Heilsusetur er skammendurhæfingarmiðstöð fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu á Sólvangi í Hafnarfirði. Þeir sem sækja sér þá þjónustu dvelja þar í fjórar til sex vikur. Hún segir atvikið litið alvarlegum augum hjá stjórnendum heilsusetursins og sé með öllu óheimilt. „Þegar stjórnendur fréttu af myndbandinu var haft samband við viðkomandi áhrifavald og krafist þess að myndbandið yrði fjarlægt af miðlinum og við því var orðið. Aðstandendur voru upplýstir um stöðuna, viðkomandi bað hluteigandi afsökunar, verkferlar áréttaðir og málinu lokið,“ kemur fram í yfirlýsingunni.
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili TikTok Hafnarfjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira