Stöð 2 Sport
Klukkan 14.25 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA mætir Breiðabliki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.00 mætast nágrannaliðin New York Knicks og Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.50 er leikur Granada og Unicaja í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 22.00 er Fir Hills SeRi Pak Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Vodafone Sport
Klukkan 12.25 hefst útsending frá leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Klukkan 16.35 er komið að stórleik Wolfsburg og Bayern München í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Um er að ræða uppgjör tveggja bestu liða landsins. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern og þá leikur Cecilía Rán Rúnarsdóttir einnig með liðinu. Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með Wolfsburg.
Klukkan 18.50 mætast England og Brasilía í vináttulandsleik karla í knattspyrnu.
Klukkan 22.00 er Ástralía Grand Prix í Formúlu 3 á dagskrá.
Klukkan 23.05 er komið að leik Maple Leafs og Edmonton Oilers í NHL-deildinni í íshokkí
Klukkan 03.30 er komið að Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fer fram í Ástralíu.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.00 er Áskorendamótið í Counter-Strike á dagskrá.