Einokunarkjöt og ríkistryggingar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun