Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 09:01 Gylfi Þór í leiknum gegn Úkraínu 2017 Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira