Hann dregur sig úr hópnum vegna meiðsla í lærvöðva. Hann verður frá í viku hið minnsta og mögulega lengur. Þetta setur hann í hættu á að missa einnig af 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Bayern Munchen mætir Arsenal. Þeir eiga deildarleiki áður gegn Borussia Dortmund og Hedenheim.
Neuer er orðinn 37 ára gamall. Hann fótbrotnaði á skíðum eftir HM í Katar 2022 og missti af hálftu tímabili auk fyrstu leikjum þessa tímabils.
Án Neuer mun Þýskaland leita til Marc-Andre ter Stegen, Bernd Leno og Oliver Baumann verða til vara.
Hinn 35 ára gamli Sven Ulreich mun fylla í skarð hans hjá Bayern Munchen. Vondar fréttir fyrir þá því markahrókurinn Harry Kane og varnarmennirnir Aleksander Pavlović og Sascha Boey eru einnig á meiðslalistanum.