Sport

Dag­skráin í dag: Umspilsleikir fyrir EM, golf og for­múla

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfreð Finnbogason verður vonandi í stuði í kvöld.
Alfreð Finnbogason verður vonandi í stuði í kvöld. vísir/hulda margrét

Fótboltinn er í fyrirrúmi þennan fimmtudag á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Gríðarmikilvægur landsleikur Íslands gegn Ísrael verður í beinni útsendingu frá 19:10 og gerður upp af sérfræðingum í kjölfarið. 

Stöð 2 Sport

Fyrri umspilsleikur Íslands um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar hefst klukkan 19:35. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir leikinn frá klukkan 19:10. Sigurvegari leiksins mætir sigurvegara úr leik Bosníu og Úkraínu. 

Leikurinn verður svo gerður upp af sérfræðingum strax og honum lýkur. 

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.45 verður sýndur markaþáttur ACB, spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Klukkan 21.35 er markaþáttur Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á dagskrá. 

Stöð 2 Sport 4 

Bein útsending klukkan 22:00 frá fyrsta degi Fir Hills SeRi Pak Championship á LPGA mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 16:50 hefst bein útsending frá umspilsleik Georgíu og Lúxemborgar fyrir EM í fótbolta. 

Klukkan 19:35 hefst bein útsending frá umspilsleik Bosníu og Úkraínu fyrir EM í fótbolta. 

Aðfaranótt föstudags hefjast svo æfingar fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Bein útsending hefst klukkan 01:25 og lýkur 05:20. 


Tengdar fréttir

Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð.

Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×