Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2024 13:27 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að einhver taki málefni ópíóðafíknar í fangið. Vísir/Vilhelm Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar. Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar.
Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30