Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 10:47 Tölvuteiknuð mynd af bækistöðvum á tunglinu. Getty Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira