Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 15:30 Richarlison er með risastórt hlúðflúr á bakinu á sér þar sem hann er á milli þeirra Ronaldo og Neymar Jr. Getty/Alex Pantling Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér. Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira