Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 15:30 Richarlison er með risastórt hlúðflúr á bakinu á sér þar sem hann er á milli þeirra Ronaldo og Neymar Jr. Getty/Alex Pantling Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér. Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira