Samfélagssálartetur í ríkri aðhlynningarþörf? Árni Stefán Árnason skrifar 20. mars 2024 11:30 Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun