Samfélagssálartetur í ríkri aðhlynningarþörf? Árni Stefán Árnason skrifar 20. mars 2024 11:30 Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar