Sú besta vill enga svindlara: „Bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 07:30 Simona Halep sat fyrri svörum á blaðamannafundi eftir að hafa snúið aftur til keppni, á Miami Open. Getty/Robert Prange Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk afar góðar viðtökur frá öllum nema einni, þegar hún sneri aftur til keppni á Miami Open í gær eftir bann vegna lyfjamisnotkunar. Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“ Tennis Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira
Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“
Tennis Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira