Landris geti leitt til lengra goss Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 20:53 Um þrír sólarhringar eru síðan eldgos hófst við Sundhnúksgíga. Björn ræddi stöðuna á gosinu í dag. Vísir Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30