Í tilkynningu frá bankanum segir að Hugrún hafi verið sérfræðingur í innri endurskoðun Kviku frá síðastliðnu hausti og verið staðgengill forstöðumanns deildar innri endurskoðunar.
„Hugrún hefur starfað á fjármálamarkaði í um 15 ár og býr yfir umfangsmikilli og langri reynslu af störfum við innri endurskoðun, rekstraráhættu og straumlínustjórnun. Áður en hún kom til Kviku á síðasta ári starfaði Hugrún við innri endurskoðun hjá Landsbankanum á árunum 2021 til 2023 og þar áður sem sérfræðingur við innri endurskoðun, straumlínustjórnun og rekstraráhættu hjá Arion banka á árunum 2009 til 2021. Hún hefur einnig á árum áður starfað við gæða- og öryggismál hjá ANZA og síðar Teris.
Hugrún lauk M.Sc. gráðu í Analysis, Design and Managament of Information Systems frá London School of Economics and Political Sciences (LSE) árið 2005 og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Hún er auk þess með CISA fagvottun í endurskoðun upplýsingakerfa,“ segir í tilkynningunni.