Afbrotavarnir gegn skipulögðum glæpum Karl Steinar Valsson skrifar 19. mars 2024 11:01 Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar