Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 07:56 Forsetarnir töluðu saman í síma í fyrsta sinn í meira en mánuð en þeir hittust síðast í október síðastliðnum. Getty/Anadolu/GPO Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira