Ræktum jákvæðar tilfinningar Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun