Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 15:44 Donald Trump á sviði í Ohio í gær. AP/Meg Kinnard Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira