Þreytandi grænþvottur Birgitta Stefánsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:30 „Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun