„Hann er ansi dýr vatnsberi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 18:00 Kristófer Acox og Jacob Calloway í baráttunni í leik Vals og Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla hafa verið í vandræðum og eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir framlag Bandaríkjamannsins Jacob Calloway í síðustu leikjum. Tindastóll tapaði á fimmtudagskvöldið á heimavelli sínum á Sauðárkróki fyrir liði Þórs frá Þorlákshöfn. Íslandsmeistararnir eru í 7. sæti Subway-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og ekki öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld fóru þeir Stefán Árni Pálsson, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson yfir frammistöðu Jacob Calloway í síðustu leikjum Stólanna. Calloway kom til liðsins eftir áramótin en í kjölfarið bættu Stólarnir við öðrum Bandaríkjamanni og þurfa því Calloway og Keyshawn Woods að deila með sér mínútum inni á vellinum þar sem aðeins annar þeirra má spila á sama tíma. „Jacob Calloway spilar tólf mínútur í leiknum í gær. Hann skorar þrjú stig, hann tekur tvö fráköst, einn tapaður bolti og þeir eru mínus tólf þegar hann er inni á vellinum. Af hverju er hann að spila tólf mínútur?“ spurði Stefán Árni þá Ómar og Teit í gær. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jacob Calloway „Af því þeir eru búnir að eyða svo ógeðslega miklum pening í hann að þeim finnst þeir vera knúnir til að nota hann eða reyna að koma honum inn í leikinn. Þetta er náttúrulega bara algjör þvæla,“ sagði Ómar Örn og Stefán Árni bætti við að þegar Calloway væri inn á mætti Woods ekki vera inná og þær mínútur væri ekki að fara vel. Í kjölfarið var síðan farið yfir tölfræði þær mínútur sem Calloway spilar og sést þar svart á hvítu hvernig Stólunum gengur þegar Calloway er inni á vellinum og Woods á bekknum. „Hann er ansi dýr vatnsberi Ómar,“ sagði Teitur í gamansömum tón. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Tindastóll tapaði á fimmtudagskvöldið á heimavelli sínum á Sauðárkróki fyrir liði Þórs frá Þorlákshöfn. Íslandsmeistararnir eru í 7. sæti Subway-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og ekki öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld fóru þeir Stefán Árni Pálsson, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson yfir frammistöðu Jacob Calloway í síðustu leikjum Stólanna. Calloway kom til liðsins eftir áramótin en í kjölfarið bættu Stólarnir við öðrum Bandaríkjamanni og þurfa því Calloway og Keyshawn Woods að deila með sér mínútum inni á vellinum þar sem aðeins annar þeirra má spila á sama tíma. „Jacob Calloway spilar tólf mínútur í leiknum í gær. Hann skorar þrjú stig, hann tekur tvö fráköst, einn tapaður bolti og þeir eru mínus tólf þegar hann er inni á vellinum. Af hverju er hann að spila tólf mínútur?“ spurði Stefán Árni þá Ómar og Teit í gær. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jacob Calloway „Af því þeir eru búnir að eyða svo ógeðslega miklum pening í hann að þeim finnst þeir vera knúnir til að nota hann eða reyna að koma honum inn í leikinn. Þetta er náttúrulega bara algjör þvæla,“ sagði Ómar Örn og Stefán Árni bætti við að þegar Calloway væri inn á mætti Woods ekki vera inná og þær mínútur væri ekki að fara vel. Í kjölfarið var síðan farið yfir tölfræði þær mínútur sem Calloway spilar og sést þar svart á hvítu hvernig Stólunum gengur þegar Calloway er inni á vellinum og Woods á bekknum. „Hann er ansi dýr vatnsberi Ómar,“ sagði Teitur í gamansömum tón. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira