Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2024 00:07 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira